DAGSETNING

 

 

Til skólastjóra skóla X

 

 

Ég stunda á þessu ári nám við Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) og er nú ásamt fjölmörgum öðrum nemendum að vinna að rannsókn á námskeiði við skólann undir stjórn Sólveigar Jakobsdóttur, dósents við KHÍ.  Rannsóknin beinist að því að skoða hvernig börn og unglingar á Íslandi nota Netið.  Notkun Netsins hefur þegar valdið byltingu á ýmsum sviðum í þjóðlífinu og gert er ráð fyrir aukinni og bættri nýtingu þess í skólastarfi á komandi árum en margvísleg vandamál hafa einnig fylgt notkun þess.  Nokkuð er nú til af tölulegum upplýsingum um hversu mikið Netið er notað og hvernig aðgengi fólks er háttað að Netinu.  Á hinn bóginn vantar eigindleg gögn sem lýsa hvernig Netið er í raun notað og hvaða áhrif netnotkun í skóla og á heimilum hefur hugsanlega á nám fólks og líf. 

 

Í þessari rannsókn er gert ráð fyrir að safnað verði gögnum í mörgum skólum víða um landið.  Til að verði sem minnst truflun í hverjum skóla er ekki gert ráð fyrir að valdir verði fleiri en 2 einstaklingar úr hverjum skóla.  Ef þú gefur leyfi fyrir því að gögnum verði safnað í þínum skóla yrði eftirfarandi háttur hafður á:

 

Ég veldi tilviljunarkennt 4 nemendur – 1 stúlku og 1 pilt á svipuðum aldri sem ég hefði samband við og bæði um að fá að fylgjast með þeim nota Netið í skólanum (um 5-20 mín. hvern nemenda) og spjalla svo við mig um Netnokun sína heima og í skóla.  Þeir tveir nemendur sem samþykktu að taka þátt í rannsóknni fengju bréf heim til foreldra/forráðamanna með lýsingu á rannsókninni og þau beðin um skriflegt leyfi fyrir þátttöku viðkomandi nemanda.  Að fengnu leyfi forráðamanna yrði svo fylgst með nemendunum – ég skráði þá atferli þeirra á meðan þau notuðu Netið í skólanum og tæki smáviðtal.  Þessi gögn færu inn í gagnagrunn sem tengdur væri vefsíðu þannig að aðgangur fengist að öllum lýsingum hópsins sem tekur þátt í rannsókninni (http://www.netnot.is). Gögn verða hvorki send inn með nafni mínu né þeirra nema sem fylgst verður með.  Einu persónuauðkennin verða kyn og aldur.  Undanfarin ár hafa margir nemar úr KHÍ tekið þátt í verkefninu og hafa safnast lýsingar á atferli og upplýsingar úr viðtölum í þennan gagnagrunn frá árunum 2001 til 2005 en hlé hefur verið á rannsókninni síðan þá.  Líklegt er að miklar breytingar hafa átt sér stað á þessum tíma sem athyglisvert verður að greina. Í fyrri gögnum hefur  notkunarmynstur einstaklinga eftir kyni og aldri verið skoðað og hvernig það mynstur hefur þróast með nýrri tækni og notkunarmöguleikum.  Lýsing á rannsókninni hefur verið borin undir Persónuvernd og hefur ekki verið talin þörf á að sækja sérstaklega um leyfi frá henni fyrir rannsókn af þessu tagi.  Vonast er til að þessi gögn muni m.a. veita góða innsýn í notkunarmöguleika Netsins í skólastarfi en einnig þeim vandamálum sem tengst geta netnotkun. Því ættu þau að geta nýst skóla barnsins þíns beint og óbeint í framtíðinni.

 

 

Ef óskað er nánari upplýsinga um þessa rannsókn þá er velkomið að hafa samband við Sólveigu Jakobsdóttur, dósent við KHÍ, en hún hefur umsjón með þessu verkefni (í s. síma 563-3934 eða 663-7561) eða við mig (í s. xxx-xxxx).  Einnig eru nánari upplýsingar að finna á vef verkefnisins – http://www.netnot.is

 

Með von um jákvæðar viðtökur.

 

Með fyrirfram þökk,

 

________________________________

NAFN